Óuppfyllt fjárþörf íslenskra sveitarfélaga fyrir árið 2013 nemur tæpum 4,7 milljörðum króna. Sé Reykjavíkurborg undanskilin nemur fjárþörfin 6,7 milljörðum króna. Þetta má sjá í samantekt Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) á fjárhagsáætlunum sveitarfélaga fyrir árið 2013.

„Þetta er ófrágengin fjármögnun og er fjárhæðin í sjálfu sér áþekk því sem verið hefur,“ segir Gunnlaugur Júlíusson, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs SÍS. „Þessar fjárhæðir fela meðal annars í sér fjárfestingar sem hætta má við náist ekki að fjármagna þær,“ bætir hann við. Miðað við áætlanir sveitarfélaganna aukast fjárfestingar úr 12,5 milljörðum á síðasta ári í 15,1 milljarð á þessu ári.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.