Kosningar til allra 74 sveitarstjórna landsins eru hafnar.en kjörstaðir eru víðast hvar opnir á milli 9 og 22 í dag. Eftir kosningarnar verða sveitarfélögin orðin 72. Í flestum er kosið milli lista, en í nokkrum eru listarnir sjálfkjörnir. Loks eru óhlutbundnar kosningar í 16 sveitarfélögum, sjá að neðan, en þar er þá hægt að velja á milli allra íbúa sveitarfélagsins.

Kosið er til sveitarstjórna sem bera ábyrgð á útsvarsgreiðslum, grunnskólum og skipulagi vega og byggingarsvæða, hvort sem það er framboð lóða fyrir íbúðir eða fyrirtæki. Einnig sjá sveitarstjórnir um vatnsveitur og frárennslismál, sorphirðu og svo framvegis.

Til að hafa kjörgengi í sveitarstjórnarkosningum þurfa íslenskir ríkisborgarar að hafa haft skráð lögheimili á Íslandi þremur vikum fyrir kjördag. Námsmenn með lögheimili á Norðurlöndum halda þó kosningarétti, en þurfa að tilkynna til Þjóðskrár.

Danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar sem hafa átt lögheimili á Íslandi í samfellt þrjú ár fyrir kjördag hafa kosningarétt, en einnig aðrir erlendir ríkisborgarar sem hafa átt lögheimili hér á landi í fimm ár samfellt fyrir kjördag.

Í stærsta sveitarfélaginu, Reykjavík er kosið á 15 stöðum:

  • Árbæjarskóla
  • Breiðagerðisskóla
  • Hagaskóla
  • Hlíðaskóla
  • Ingunnarskóla
  • Íþróttamiðstöðinni Austurbergi
  • Íþróttamiðstöðinni Grafarvogi
  • Kjarvalsstöðum
  • Klébergsskóla
  • Laugalækjaskóla
  • Menntaskólanum við sund
  • Norðlingaskóla
  • Ráðhúsi Reykjavíkur
  • Vættaskóla
  • Ölduselsskóla

Í öðrum stórum sveitarfélögum eru eftirtaldir kjörstaðir:

  • Smárinn - Kópavogur
  • Kórinn - Kópavogur
  • Lækjarskóli - Hafnarfjörður
  • Víðistaðaskóli - Hafnarfjörður
  • Lágafellsskóli - Mosfellsbær
  • Verkmenntaskólinn - Akureyri
  • Hríseyjarskóli - Akureyri
  • Grímseyjarskóli - Akureyri

Þau sveitarfélög þar sem kosið er óhlutbundinni kosningu eru:

  • Kjósarhreppur
  • Skorrdalshreppur
  • Eyja- og Miklaholtshreppur
  • Helgafellssveit
  • Dalabyggð
  • Reykhólahreppur
  • Árneshreppur
  • Kaldrananeshreppur
  • Strandabyggð
  • Skagabyggð
  • Akrahreppur
  • Svalbarðsstrandarhreppur
  • Grýtubakkahreppur
  • Svalbarðshreppur
  • Fljótsdalshreppur
  • Borgarfjarðarhreppur