Við erum ekki búin að vera með formlega opnun á staðnum, við tókum einfaldlega úr lás án þess að láta neinn vita og það hefur verið þvílík umferð hérna í gegn síðan. Markmið okkar er m.a. að bjóða upp á bestu sveppasúpuna í heiminum og viðtökurnar hafa bara frábærar, allir eru ótrúlega ánægðir,“ segir Kolbrún Kristín, sem flestir þekkja sem Stínu kokk, matreiðslumeistari veitingastaðarins Flúðasveppir - Farmers Bistro. Staðurinn opnaði nýverið á Flúðum og er Georg Ottósson, einn eigandi Flúðasveppa, einnig eigandi á veitingastaðarins. Hann segir að áhersluna hjá þeim vera á svokallað „ slow food “ sem og á vistvæna ræktun.

Veitingastaðurinn er staðsettur í húsnæði Flúðasveppa sem hefur síðan augljós áhrif á þema veitingastaðarins. „Það er búið að umturna hluta af húsnæðinu og búa þar til veitingastað. Þá leggjum við okkur fram við að nota allt úr nærumhverfinu, þ.á.m. hráefni sem Flúðasveppir framleiða, við matreiðsluna,“ segir Stína. Á veitingastaðnum er síðan hægt að fá allt mögulegt sem framleitt er úr sveppum, klassískir hlutir eins og sveppasúpan er þar í forgrunni en þar að auki verður einnig hægt að fá óvenjulegri hluti á borð við sveppaís og sveppasmjör.

Hafa gengið með hugmyndina í maganum í 15 ár

Að sögn Stínu höfðu þau Georg gengið með hugmyndina um að opna einhvers konar veitingastað þarna á svæðinu í maganum í fimmtán ár. „Þetta er í raun draumur sem er að verða að veruleika en Georg er sjálfur mikill frumkvöðull og þá sérstaklega þegar kemur að íslenskri grænmetisrækt en hann ræktar einnig paprikur, tómata, spergilkál, blómkál og fleira“ segir Stína. Hún bætir við að mikil áhersla sé lögð á umhverfisvernd í rekstrinum og tekur öll framleiðslan mið af því.

Flúðasveppir
Flúðasveppir
© Eva Björk Ægisdóttir (Eva Björk )

Flúðasveppir
Flúðasveppir
© Eva Björk Ægisdóttir (Eva Björk )

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð . Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Bjartsýni neytenda minnkaði umtalsvert í júlí samkvæmt væntingavísitölu Gallup.
  • Vöruviðskiptahallinn á fyrri helmingi þessa árs nam 81,1 milljarði króna.
  • Könnun sýnir að fyrirtæki sem hafa áhuga á að opna gagnaver veigra sér við að koma með viðskipti sín hingað til lands vegna skorts á gagnatengingum.
  • Umtalsverður samdráttur er í fjölda gistinátta á hvern ferðamann.
  • Ítarlegt viðtal við Kristínu Pétursdóttur, forstjóra Mentor og stjórnarformann Virðingar.
  • Rætt er við forsvarsmenn framleiðslufyrirtækisins KALT.
  • Elín Sigríður Óladóttir, nýr samráðsfulltrúi Landsnets er tekin tali.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs, sem fjallar um módelstörf umhverfisráðherra.
  • Óðinn fjallar um skelfinguna í Venesúela.