Ljóst er að það sverfur til stáls gagnvart bankastjórum Seðlabankans á morgun.

Í viðali við Kastljós sagðist Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hafa skrifað þeim bréf í dag þar sem hún óskaði eftir afsögn þeirra.

Um leið boðaði hún ný lög um bankann þar sem einn bankastjóri yrði við völd. Frumvarp þessa efnis verður kynnt ríkisstjórninni á morgun.

Í Kastljósi sagðist Jóhanna vonast il þess að bankasjórarnir yrðu við tilmælunum og segðu af sér.