,,Það er sorglegt að sjá hvernig Hagar hafi spilað úr BT. Þeir eru búnir að loka öllum verslunum BT nema tveimur og það kæmi mér ekki stórkostlega á óvart þó þær loki líka," sagði Sverrir Berg Steinarsson, eigandi Árdegis sem átti BT verslanirnar áður en þær komust í hendur Haga.

,,Það læðist að manni sá grunur að menn séu að hafa áhrif á samkeppnina með kaupunum. Allar verslanir BT voru með jákvæða afkomu en þær tvær verslanir sem eftir standa voru sístu búðirnar," bætti Sverrir Berg við.

Óskað var eftir gjaldþrotaskiptum á BT verslunum ehf. 3. nóvember síðastliðin. Þá störfuðu um 50 starfsmenn hjá félaginu. 20. nóvember keyptu Hagar lager, innréttingar og vörumerki BT og hafa rekið síðan.