Sænska olíubirgðafyrirtækið Scandinavian Tank Storage er eitt þriggja fyrirtækja sem hefur lagt fram skuldbindandi tilboð í 49% hlut í Skeljungi. Þetta staðfestir Gunnar Jardelow stjórnarformaður fyrirtækisins.

Gunnar segir tilganginn ekki að taka þátt í smásölurekstri Skeljungs á Íslandi. Markmið Scandinavian Tank Storage sé að eiga og reka olíubirgðastöðvar fyrirtækisins.

Gunnar leggur áherslu að meginstarfsemi þeirra sé ekki að kaupa og selja eldsneyti heldur að geyma eldsneyti. Í því hefur fyrirtækið sérhæft sig. Með kaupum á Skeljungi opnist tækifæri til að eiga og reka birgðastöð hér á landi.

Þeir sem nú eigi meirihluta í Skeljungi geti einbeitt sér að daglegum rekstri þess félags.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .