Ef marka má danska dagnlaðið Börsen hvílir hæsta skattbyrði í heimi ekki lengur á Svíum heldur axla Danir hana núna.

Blaðið byggir á upplýsingum frá skattyfirvöldum í báðum löndum og segja skattbyrði Dana nema nú 48,4% en skattbyrði Svía nema 47,8%.

Er vitnað í forsætisráðherra Svíþjóðar, Fredrik Reinfeldt, sem lýsir yfir ánægju sinni með að Svíar hafi ekki lengur þennan vafasama heiður.

„Það sem meira er, þá eru danskir fjölmiðlar ekki einu sinni að styðjast við nýjustu upplýsingar. Í ár munum við fara með skattprósentuna niður fyrir 47%," sagði Reinfeldt við fjölmiðla.