Það eru ekki bara Íslendingar sem hafa flutt til Norges í leit að atvinnu því samkvæmt frétt e24.se hafa um 70 þúsund Svíar flutt til Noregs til þess að vinna þar.

Og það borgar sig því launin í Noregi er nærri því 50% hærri en í Svíþjóð að því er fullyrt er í fréttinni og næg eftirspurn er eftir vinnuafli í flestum atvinnugreinum í Noregi. Að vísu er framfærslan dýrari enda Noregur ekki þekktur fyrir að vera ódýrt land.

„Það er ekki nauðsynlegt að búa alveg í miðbænum og ekki heldur að fara út að borða á hverjum degi. Ef maður eldar sinn eiginn mat er hægt að komast af með lítið, líka hér í Noregi,“ segir Thomas Calamark, einn þeirra tugþúsunda Svía sem hafa flust til Norges en nefnir þó sérstaklega að tungumálið hafi verið honum fjötur um fót fyrstu mánuðina.