Sænska fjármálaráðuneytið hafnar fréttum sem birst hafa þess efnis að skandinavísku ríkin séu að nálægt sölu á SAS. Í fréttum Bloomberg í dag var fullyrt að Danmörk, Noregur og Svíþjóð væru við það að ná samkomulagi um sölu á hlut ríkjanna í SAS.

Í tilkynningu sænska fjármálaráðuneytisins segir að fréttin byggi á misskilningi. Ekkert nýtt sé þótt ríkin ræði saman um eignarhluti sína í SAS.

Bent er á að sænsku ríkisstjórninni hafi verið veitt heimild til þess árið 2010 að minnka eignarhlut sinn í SAS. Danmörk, Noregur og Svíþjóð eiga um 50% hlut í SAS. Bæði Noregur og Svíþjóð hafa í nokkurn tíma gefið til kynna að þau vilji selja af sínum hlut í SAS en Danir hafa aftur á móti verið meira hikandi.