Handels, þriðja fjölmennasta verkalýðsfélag Svíþjóðar, hótaði í gær að grípa til verkfallsaðgerða í kjölfar þess að kjaraviðræður sigldu í strand um helgina. Um er að ræða verkalýðsamtök starfsmanna í smásöluverslunum og verði af verkfallsaðgerðum munu um 100 smásöluverslanir víðsvegar um landið finna fyrir þeim. Hótanir eru um að verkfallið hefjist fimmta apríl.