Svíar ætla að hætta að flytja geislavirkan úrgang til endurvinnslustöðvarinnar í Sellafield. Þeir ætla líka að taka aftur jafn mikið af geislaúrgangi úr stöðinni og þeir hafa flutt þangað.

Þetta kom fram í máli Andreas Carlgren umhverfisráðherra Svía á fundi Umhverfis- og náttúruverndarnefndar Norðurlandaráðs í Ósló í dag.