Sænski seðlabankinn lækkaði stýrivexti í dag um 25 punkta í dag og fara stýrivextir við það í 1,75%. Seðlabankinn sænski hefur ekki hreyft við stýrivöxtum síðan í júlí árið 2009.

Í rökstuðningi fyrir ákvörðun bankans kemur fram að sænska hagkerfi sé að kólna. Ástæðurnar eru ekki síst utanaðkomandi þar sem dregið hefur úr útflutningi.

Seðlabankinn gerir ráð fyrir því að halda vöxtum lágum á næsta ári.

Lækkun vaxta hefur farið sem eldur um sinu um Skandinavíu síðan í síðustu viku en bæði Norðmenn og Danir lækkuðu þá óvænt stýrivexti vegna óróleika á fjármálamörkuðum og af ótta við að skuldakreppan á evrusvæðinu sé að segja til sín.