Sænski seðlabankinn, Rikisbank lækkaði stýrivexti sína í morgun, tveimur vikum á undan áætlun, um 175 punkta og eru þeir nú aðeins 2% eftir hækkunina.

Í rökstuðningi bankans kemur fram að mikil stýrivaxtalækkun nú sé til þess fallin að „dempa“ það hrun sem orðið hefur í framleiðslu og atvinnustarfssemi í landinu.

Að öllu óbreyttu gerir Rikisbank ekki ráð fyrir frekari lækkunum en í rökstuðningi bankans í morgun kom fram að búist er við óbreyttum stýrivöxtum út árið 2009.