Svíar eru með fremstu þjóðum í rafvæðingu efnahagskerfisins. Aðeins 2% sænskra króna í umferð voru í reiðufé á þessu ári, og tæplega 20% viðskipta voru framkvæmd með reiðufé.

Til samanburðar má geta þess að í Bandaríkjunum er reiðufé 7,7% fjármagns í umferð, og 10% á evrusvæðinu.

Þá er meðalhlutdeild reiðufjár í viðskiptum á heimsvísu um það vil 75%, eða um 55 prósentustigum meira en í Svíþjóð.

Til að mynda er ABBA-safnið í Stokkhólmi hætt að taka við reiðufé, og tekur aðeins við rafrænum greiðslum gegnum debet- og kreditkort eða í gegnum snjallsímaforrit.