Sænski fjárfestingarsjóðurinn Altor hefur keypt eignarhlut landa sinna hjá Bure í sænska fjárfestingarbankanum Carnegie. Afkoma bankans hefur dregist verulega mikið saman, forstjórinn er hættur og tekur nýr við í haust. Nú er búið að ákveða að skipta Carnegie upp í þrjú svið, þ.e. fjárfestingabankasvið auk eigna- og sjóðastýringu. Sænska fjármálafyrirtækið Moderna Finance, sem var í eigu Milestone, átti um 15% hlut í Carnegie fyrir hrun. Moderna seldi 4,9% í bankanum í byrjun október árið 2008 og átti enn 9% þegar bankarnir féllu. Moderna tapaði 350 milljonum sænskra króna á viðskiptunum.

Carnegie fór í þrot haustið 2008 og tók sænska ríkið hann yfir.

Altor og Bure keyptu Carnegie af bankasýslu sænska ríkisins árið 2009. Altor greiðir 629 milljónir sænskra króna, jafnvirði tæpra 11,3 milljarða íslenskra króna. Í kaupskilmálum er kveðið á um að verði ákveðnum áföngum náð greiði Altor 106 milljónir sænskra króna til viðbótar. Í Svenska Dagbladet í dag kemur fram að Bure hafi hagnast um 280 milljónir sænskra króna á kaupunum á Carnagie. það jafngildir fimm milljörðum íslenskra króna.

Carnagie tapaði 254 milljónum sænskra króna á síðasta ári og er það meira en helmingi minna en bankinn skilaði árið 2010. Þá nam hagnaður bankans 577 milljónum króna.