Þeir þrettán milljarðar króna sem forsvarsmenn Aserta AB og Glacier Capital Partners eru grunaðir um að hafa flutt til Íslands framhjá gildandi gjaldeyrishöftum voru millifærðir frá Skandinaviska Enskilda Banken (SEB) í Svíþjóð inn á íslenska bankareikninga Aserta hérlendis.

Efnahagsbrotadeild sænsku lögreglunnar (EBM) rannsakar nú hvort Aserta hafi mögulega framið skattalagabrot með viðskiptaháttum sínum.

Heimildir Viðskiptablaðsins herma að þegar sé búið að kynna málið fyrir sænskum skattayfirvöldum.

Eignir að andvirði um 200 milljóna króna hafa verið kyrrsettar á Íslandi og í Svíþjóð vegna málsins. Kyrrsetningin í Svíþjóð verður tekin fyrir dómstóla í Stokkhólmi næstkomandi mánudag.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .