Sænska ríkisstjórnin hefur undirbúið björgunarpakka til að koma bönkum og fjármálafyrirtækjum þar í landi til hjálpar.

Frá þessu er greint á fréttavef Reuters.

Samkvæmt frétt Reuters mun sænska ríkið kosta til um 205 milljörðum Bandaríkjadala auk þess sem sænski seðlabankinn mun á miðvikudaginn gefa út skuldabréf fyrir um 10 milljarða dali til að auka lausafé í umferð.

Aðgerðirnar eiga samkvæmt viðmælendum Reuters að koma ró á fjármálamarkaði í Svíþjóð og skapa stöðugleika.