*

laugardagur, 16. október 2021
Innlent 7. desember 2017 11:01

Svíður að launþegar fái aðeins helming

Formaður FA spyr hvort launþegar ættu ekki að fá stærri hluta launa sinna í stað þess að hækka greiðslur í lífeyrissjóði.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Formaður félags atvinnurekenda, Magnús Óli Ólafsson forstjóri Innnes segir það svíða hve lágt hlutfall af greiddum launum fari í vasa launamanna og segir endurskoðun íslenska lífeyrissjóðakerfisins æskilega að því er fram kemur í Morgunblaðinu.

„Af tæplega 700 þúsund króna greiðslu fara 343 þúsund, eða um helmingur, til launþegans,“ segir Magnús Óli og miðar þá við launþega með 500 þúsund króna mánaðarlaun.

„Það sem meðal annars leiðir til aukins launakostnaðar fyrir atvinnulífið er að lífeyrisgreiðslur hafa hækkað umtalsvert á umliðnum árum. Ég spyr mig: Er þörf á þessum auknu útgjöldum á sama tíma og lífeyrissjóðirnir fara vaxandi? Væri ekki nær að stærri hluti launanna færi til launþega?“

Einnig veltir Magnús Óli upp kostnaðinum við þann fjölda stjórnarmanna og lífeyrissjóða sem eru í íslenska kerfinu. „Þurfum við svona marga lífeyrissjóði með allan þennan fjölda stjórnarmanna með tilheyrandi kostnaði?“