1. júní urðu allir veitingastaðir í Svíþjóð reyklausir og feta þeir í fótspor nágranna sinna í Noregi sem gerðu alla veitingastaði reyklausa fyrir ári síðan. Önnur lönd sem nú þegar hafa fetað þessa leið eru Írland, Holland, Ítalía og Nýja Sjáland auk ýmissa fylkja í Bandaríkjunum. Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent heilbrigðisráðherra ályktun frá aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar 6. apríl sl. þar sem lagt er til að veitingastaðir á Íslandi verði reyklausir 1. júlí 2007.