Sænsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau hafi samþykkt sameiginlegt 4,9 milljarða Bandaríkjadala yfirtökutilboð kauphallarinnar í Dubai og kauphallarfyrirtækisins Nasdaq í OMX. Dubai hefur nú tryggt sér samþykki meira en 50% hluthafa OMX.

Norræna kauphallarsamstæðan greindi einnig frá því að hagnaður félagsins á fjórða ársfjórðungi hefði dregist saman á milli ári og numið 200 milljörðum sænskra króna. Meðalspá greinenda gerði hins vegar aðeins ráð fyrir hagnaði upp á 142 milljarða króna.