Fjölmargir vinsælar Twitter-síður hafa orðið fyrir barðinu á svikahröppum þar sem brotist var inn á þær og vinsældir þeirra notaðar til að koma augýsingu á framfæri.

Auglýsingin notar nafn Elon Musk og hvetja fólk til að kaupa rafmyntina Bitcoin og fá meira af henni í staðinn. Þetta kemur fram í frétt á vef BBC .

Auk þess var brotist inn á fjölmargar aðrar Twitter síður þar sem notendur tjáðu sig um að hafa fengið Bitcoin frá Musk.

Umræddum Twitter-færslum hefur nú verið eytt en talsmaður Twitter sagði í samtali við BBC að samfélagsmiðillinn muni ekki tjá sig um einstaka færslur eða notendur.