Eru neytendur ímyndunarveikir og haldnir ákveðinni nostalgíu þegar kemur að stærð á, segjum kexpakka, eða eru matvælaframleiðendur að notfæra sér harðnandi tíð með því að minnka pakkningar utan um matinn okkar?

The Guardian fjallar um blekkingar matvælaframleiðenda í garð neytenda.

Kvörtunum rigndi yfir The Guardian þegar þeir spurðu lesendur hvort þeir hefðu tekið eftir því að matvælafyrirtæki væru að minnka pakkningar utan um matvæli í þeim tilgangi að bregðast við harðnandi tíð og hærra innkaupsverði:

„Þessi aðferð er jafnan notuð þegar verð skiptir viðskiptavininn meira máli en stærð,“ segir Vince-Wayne Mitchell, prófessor í markaðsfræði.

Og það er víða pottur brotinn. Oft er innihaldið ódýrara og þar af leiðandi óhollara. Dimitrios Tsivrikos, sérfræðingur í neytendasálfræði segir að vandamálið liggi einnig hjá breska neytendanum. Hann segir að ef fólk horfi einungis á verðmiðann en ekki innihaldslýsinguna spari það kannski einhverja smáaura tímabundið en stefni heilsunni í hættu og það sé dýrara þegar til langtíma er litið.