Fleiri viðskiptavinir þriggja tryggingafélaga í Danmörku tilkynna eldri útgáfur af snjallsímum stolna eða bilaða eftir að nýr iPhone kom út í September. Þetta kemur fram á vef Danmarks Radio.

Lisa Agerley hjá Alka tryggingum segir að eftir að iphone 5 var gefinn út hafi tilkynningar aukist um 62% um stolna eða bilaða iphone snjallsíma. Þá eru bornir saman þrír mánuðir fyrir útgáfuna og þrír mánuðir eftir. Lisa segir þetta greinilega svindl til þess að eignast nýja útgáfu af iphone. Einnig má sjá aukningu í slíkum tilkynningum milli ára en það má einnig skýra með aukinni snjallasímaeign Dana.