Verðbólga í Kína hefur ekki mælst hærri á ársgrundvelli í ellefu ár en hún mældist 8,7% í febrúar. Mælingin vekur upp ótta að hækkandi verð á matvælum kunni að leiða til verðhækkana á öðrum vörum.

Verðbólgan hækkaði úr 7,1% janúar en sérfræðingar benda á hugsanlega sé aukningin ekki marktæk þar sem að tveir fyrstu mánuðir ársins hafa einkennst af veðurhamförum sem kunna hafa magnað upp óvissa og skekkt verðlag tímabundið.

Fram kemur í breska blaðinu Financial Times að hverju sem því líður sé ljóst að stjórnvöld í alþýðulýðveldinu muni hafa áhyggjur af þessum tölum – sérstaklega þar sem að þær kunna benda til vaxandi verðbólguvæntinga meðal neytenda. Stjórnvöld í Peking hafa að undanförnu lagt mikla áherslu á að koma böndum á verðbólguna í landinu og nýlega sagði Wen Jiabo, forsætisráðherra, að slagurinn við verðbólguna væri mikilvægasta úrlausnarefni valdhafa.

Ríkisstjórn landsins hefur til að mynda gripið til verðstöðvunar á þeim vörum sem enn eru framleidd af ríkisvaldinu og skipað lægri stjórnstigum að tilkynna um „óeðlilegar” verðhækkanir í öðrum geirum.

Barátta kínverska stjórnvalda við þráláta verðbólgu varð erfiðari í fyrra þegar skortur á svínakjöti leiddi til hækkunar verðlags á helstu matvörum. Nýjasta mælingin bendir þó ekki til þess að verðhækkanir á matvælum séu farnar að hafa áhrif á annað í verðlag í hagkerfinu.

Financial Times hefur eftir Jonathan Anderson, sérfræðingi UBS, að mikilvæg væri að greina mynstur verðbólgunnar og bendir á að í febrúar hafi verðhækkanir nánast eingöngu stafað af verðhækkunum á fersku grænmeti og frekari hækkunum á fersku kjöti.