Hluthafar í lággjaldaflugfélögunum Ryanair og Wizz Air utan Evrópusambandsins munu missa atkvæðisrétt sinn á hluthafafundum frá og með áramótum. Bloomberg greinir frá.

Þetta er gert í kjölfar útgöngu Breta úr ESB. Samkvæmt reglum ESB verða flugfélög að vera í meirihluteigu eiga aðila innan EES svæðisins til að halda flugrekstrarleyfi á svæðinu.

Þó Bretar gangi úr ESB um áramótin standa enn yfir viðræður um að slaka á kröfum um eignarhald flugfélaga er snúa að Bretum og vonast er eftir niðurstöðu í viðræðunum á næsta ári.

Mikill meirihluti hluthafa ungverska flugfélagsins Wizz Air, sem skráð er í kauphöll í London mun missa atkvæðarétt sinn sem hluthafar að óbreyttu. Þá var ríflega helmingur hluthafar Ryanair sem og Easyjet utan Evrópusambandsins eftir breytinguna. Easyjet gaf út að það myndi einungis svipta hluta hluthafa félagsins atkvæðarétt til að komast undir 50% mörkin.