Talverðar breytingar liggja í loftinu hjá aðalsfólki í Evrópu um þessar mundir. Eins og greint var frá fyrr í dag hefur Jóhann Spánarkonungur ákveðið að afsala sér krúnunni, bæði fyrir aldurs sakir en líka vegna ýmissa hneykslismála sem hafa skekið krúnuna. Fillipus krónprins tekur við krúnunni af föður sínum í janúar á næsta ári.

Í umfjöllun bandaríska dagblaðsins The New York Times segir að skref Spánarkonungs sé í takt við þróunin í evrópskum aðalsheimi um þessar mundir.

Bent er á að Willem-Alexander hafi tekið við krúnunni af móður sinni, Beatrix drottningu af Hollandi í maí aí fyrra. Þá hafi Fillip krónprins af Belgíu, tekið við af föður sínum Alberti II Belgíukonungi í fyrrasumar. Þessu til viðbótar hafi Elísabet Bretlandsdrottning fært fleiri af skylduverkum sínum á herðar Karls Bretaprins.