Það sem af er ári hefur undirliggjandi velta á innlendum hlutabréfamarkaði verið sambærileg við veltuna 2006, segir greiningardeild Glitnis.

? Veltan var lítið minni í janúar og mars á þessu ári heldur en á síðasta ári en mun meiri í febrúar. Ástæðan fyrir veltuaukningu í febrúar má rekja til tilfærslu eignarhluta í ár og að markaðurinn snéri við í fremur lítilli veltu eftir hraða hækkun um miðjan febrúar á síðasta ári," segir greinignardeildin.

Það sem af er liðið apríl er nokkur veltuaukning í pípunum frá fyrra ári, að sögn greiningardeildarinnar, þrátt fyrir að leiðrétt sé fyrir stórum viðskiptum með eignarhluti í Glitni. "Í heildina litið virðist því undirliggjandi velta á markaðnum vaxa nokkuð frá fyrra ár,? segir greiningardeildin.