Svipuð verðbólga var hér á landi eins og í öðrum EES ríkjum í júní. Þannig mældist tólf mánaða verðbólga hér á landi 2,4% en hún var 2,3% í ríkjum EES og 2,5% á evrusvæðinu. Í frétt Hagstofunnar kemur fram að mesta verðbólga á Evrópska efnahagssvæðinu á þessu tólf mánaða tímabili var 8,2% í Slóvakíu og 7,8% í Ungverjalandi. Í Finnlandi mældist 0,1% verðhjöðnun og í Litháen var verðbólgan 1,0%. Frá maí 2004 eru 27 lönd á Evrópska efnahagssvæðinu og eru meðaltöl fyrir Evrópska efnahagssvæðið nú miðuð við öll 27 ríkin.