Indriði Jónsson, framkvæmdastjóri Höfðahallarinnar, segir að sala notaðra bíla hafi verið nokkuð góð á síðasta ári. Hins vegar sé erfitt að nálgast nákvæma tölfræði um sölu notaðra bíla. Samgöngustofa haldi utan um eigendaskipti en þær upplýsingar séu bara inni í einn dag. Enn fremur sé oft erfitt sjá hvort eigendaskipti þýði í raun að bíll hafi verið seldur því þegar búið sé að greiða upp bílalán þá verði eigendaskipti. Bíllin færist af nafni lánafyrirtækis yfir á einstakling eða fyrirtæki.

„Hjá okkur varið síðasta ár mjög svipað og árið 2014," segir Indriði. „Miðað við þá sem ég hef heyrt í þá var staðan mjög svipuð hjá þeim. Það voru mjög fáar bílasölur með aukningu á milli ára. Við erum að slást við það á lítið var flutt inn af bílum eftir hrun þannig að framboðið af nýlegum notuðum bílum er ekkert mjög mikið. Fólk er að fá mjög mikið fyrir eldri bíla. 2000 til 2005 árgerðir af bílum eru að seljast á hærra verði en maður gæti í raun sagt að væri sannvirði en það er bara af því framboðið er takmarkað. Þetta er í raun þannig að ef  maður fær góðan mola þá gæti maður selt hann fimm sinnum. Við erum frekar bjartsýnir og teljum að sumarið verði gott og árið verði betra en í fyrra."

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Innskráning .