Þróun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu er ekki mjög frábrugðin því sem hefur verið í stærri bæjum utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans.

Þar kemur fram að verðhækkanir í Vestmannaeyjum séu algjörlega í sérflokki, en þar hafi verðið tvöfaldast frá árinu 2008. Á Akureyri, Akranesi og í Fjallabyggð hefur verðið hækkað með svipuðum hætti og á höfuðborgarsvæðinu, en verðið hefur hins vegar lækkað í Árborg og Reykjanesbæ.

Fasteignir eru mun dýrari á höfuðborgarsvæðinu en utan þess. Þannig var fermetraverð fasteigna á Akureyri um 75% af verðinu í Reykjavík á öðrum ársfjórðungi 2015. Fermetraverð í hinum bæjunum er töluvert lægra en samt nokkuð svipað í flestum þeirra, eða ríflega helmingur þess sem gerist í Reykjavík. Verð í Fjarðabyggð var eilítið lægra.

Lesa má Hagsjá Landsbankans í heild sinni hér.