*

þriðjudagur, 25. febrúar 2020
Innlent 2. mars 2016 12:44

Sviss að draga ESB-umsókn til baka

Svissneska þingið samþykkti í gær að draga formlega til baka umsókn um aðild að Evrópusambandinu, en ekkert hefur gerst síðan 1992.

Ritstjórn

Neðri deild svissneska þingsins samþykkti í gær tillögu um að draga formlega til baka umsókn Sviss að Evrópusambandinu. Ekkert hefur gerst varðandi aðild Sviss að sambandinu síðan árið 1992, en þá höfnuðu svissneskir kjósendur í þjóðaratkvæðagreiðslu aðild að Evr­ópska efna­hags­svæðinu (EES).

Á þeim tíma höfðu stjórnvöld hafið aðildarviðræður að Evrópusambandinu en eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar þá var var ákveðið að hætta viðræðum og hefur ekkert gerst síðan.

Greint er frá þessu á heimasíðu Lukas Reimann, þing­manns Sviss­neska þjóðarflokks­ins. Lukas lagði fram þingsályktunartillögunina sem var samþykkt af þinginu. Alls voru 126 sem sögðu já við tillögunina en 46 sem sögðu nei. Efri deild þingsins þarf þó að samþykkja tillöguna áður en hún tekur gildi.

Stikkorð: ESB Evrópusambandið Sviss