Sviss er það ríki sem er sterkast í því að draga að sér hæfileikafólk og hlúa að því samkvæmt lista sem unnin er franska viðskiptaháskólanum INSEAD. Sviss var einnig í efsta sæti listans árið 2017 að því er Bloomberg greinir frá . Á eftir Sviss í öðru sæti er Singapúr en Bandaríkin eru í því þriðja.

Norðurlöndin eru einnig sterk þegar kemur að því að laða að sér hæfileika en Norðmenn skipa fjórða sætið, Svíar það fimmta, Finnar sjötta og Danir það sjöunda.

Singapúr er eina Asíuríkið sem er í efstu tíu sætunum en það hefur verið hlutskarpast í Asíu undanfarin fimm ár í röð.

Ólíkt öðrum Norðurlöndum kemst Ísland ekki í efstu 10 sætin að þessu sinni.