Svisslendingar ganga til atkvæðagreiðslu í dag og kjósa þar meðal annars um innleiðingu lágmarkslauna. Tillagan gengur út á að lágmarkstímakaup verði 22 frankar sem samsvarar yfir 2700 íslenskum krónum á tímann. Fjallað er um málið á vef BBC .

Samkvæmt skoðanakönnunum er líklegt að tillagan muni ekki ná fram að ganga. Fyrir skömmu var tillaga af svipuðum toga felld í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem lagt var til að forstjórar mættu í mesta lagi vera með tólf sinnum hærri laun en launalægsti starfsmaður viðkomandi fyrirtækis.