Credit Suisse
Credit Suisse
© AFP (AFP)
Talið er líklegt að svissneskir bankar muni semja við bandarísk yfirvöld vegna rannsóknar á aflandsreikningum auðmanna sem notaðir voru til skattsvika. Bankarnir munu greiða milljarða dollara og afhenda nöfn þúsunda Bandaríkjamanna sem eiga slíka reikninga, að því er Bloomberg fréttaveitan hefur eftir heimildarmönnum.

Ellefu svissneskir bankar, þar á meðal Credit Suisse, eru grunaðir um að hafa aðstoðað bandaríska viðskiptavini við að skjóta fjármunum undan skatti.

Með samkomulaginu geta bankar í Sviss haldið áralangri bankaleynd, sem er afar rík í landinu. Fyrir hafa bankarnir náð sambærilegu samkomulagi við bresk og þýsk stjórnvöld.