Bankar í Sviss hafa verið krafðir um meira en milljarð bandaríkjadala fyrir að hafa aðstoðað Bandaríkjamenn við að skjótast undan skatti.

Heilir 75 þeirra hafa náð samkomulagi við bandaríska skatteftirlitið um greiðslu sektarinnar, auk þess sem vítækt gagnasafn um ólöglegt athæfi fjármálastofnana, atvinnufólks í fjármálageiranum og bókhaldara um heim allan.

Samstarfsverkefni bankanna og skattaeftirlitsins snýr að því að þeir sýni bandarískum saksóknurum samstarfsvilja og samvinnuþýði hvað varðar greiðslu sekta og upplýsingar í skiptum fyrir að verða ekki sóttir til formlegra saka.

Sumir bankar, eins og Credit Suisse, fá þó ekki að vera hluti af verkefninu - en það hófst árið 2013 - vegna þess að þeir höfðu þegar verið sóttir til saka fyrir undanskot skatta.

Gögnin hafa að sögn rannsóknaraðila innan skattkerfisins í Bandaríkjunum gert aukið eftirlit með fólki sem svíkst undan skatti talsvert auðveldara.