Bandarísk hlutabréf lækkuðu í dag. Dagurinn var með rólegra móti eftir sveiflukennda síðustu viku.

Sterkur Bandaríkjadalur vegur upp á móti hækkun olíuverðs en setur pressu á innlenda framleiðendur.

Hlutabréf bílaframleiðenda lækkuðu mikið í dag. Mest lækkaðuðu bréf í Ford um 7,7% og General Motors um 5,3% eftir að UBS bankinn lækkaði mat sitt á félögunum. Hlutabréf í Ford hafa lækkað um 26,9% síðasta mánuðinn.

Hlutabréf í Tesla stóðu í stað í dag eftir tæplega 16% lækkun í síðustu viku.

Dow Jones vísitalan lækkaði um 0,32%, S&P500 lækkaði um 0,75% og Nasdaq um 1,04%.