Formenn stjórnmálaflokkananna sitja fyrir svörum um það í dag hvernig þeir ætla að örva atvinnulífið á næstu árum. Fram kemur á vef Samtaka atvinnulífsins, sem stendur fyrir fundinum, að mikill áhugi sé á honum.

Fundurinn hefst nú klukkan 8:30 og mun hann standa til klukkan 10.

Fyrir svörum sitja Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Guðmundur Steingrímsson frá Bjartrii framtíð, Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sem flestir vilja sjá sem næsta forsætisráðherra í nýjustu könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2.

Fundurinn fer fram í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu. Þeir sem vilja geta fylgst beint með fundinum.

Bein útsending frá fundi SA .