Ekki er hægt að ætlast til þess að samningaviðræður við Frakka séu eins og samningaviðræður við Bandaríkjamenn. Þetta á í raun við um hvern einasta menningarheim, segir tungumálafræðingurinn Richard D. Lewis.

Lewis hefur tekið sig til og rannsakað samskiptahætti auk leiðtogaeiginleika og menningar í hinum ýmsu löndum í nýrri bók sinni, sem nefnist „When Cultures Collide“, eða „Þegar menningarheimar rekast á“ í lauslegri þýðingu. Fyrirtæki hans þjónustar meðal annars fyrirtæki á borð við Unilever og BMW í samningaviðræðum á milli menningarheima.

Lewis talar 10 tungumál og segir að hægt sé að alhæfa ákveðna hluti um mismunandi þjóðerni ef það er rétt gert.

Á vef Business Insider má sjá hvernig best er að ráðast í samningaviðræður í hinum ýmsu menningarheimum.