*

miðvikudagur, 17. júlí 2019
Innlent 14. maí 2008 19:06

"Svona fjöldauppsagnir munu ekki eiga sér stað aftur"

Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Glitnis

Ritstjórn

Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Glitnis, segir aðspurður um uppsagnir Glitnis, að þær aðgerðir séu í takt við þá línu sem hann og forstjóri Glitnis hafi lagt á aðalfundi bankans í febrúar um að lækka kostnað bankans.

„Ég er ánægður að þessum samræmdu aðgerðum á Íslandi sé lokið," segir hann.

„Rekstur bankans er alltaf í endurskoðun en svona fjöldauppsagnir munu ekki eiga sér stað aftur. Það er von mín og trú að það skapist ró um starfsemi bankans og starfsmönnum verði gefið tóm til að einbeita sér að rekstri hans,“ segir stjórnarformaður bankans.

Alls 88 starfsfólki bankans hér á landi var sagt upp í apríl og maí.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is