Mikill snjóþungi í Evrópu undanfarnar vikur hefur valdið miklum töfum á flugi á meginlandinu og orðið til þess enn eru farþegar að reyna að komast á leiðarenda fyrir jólin.

Eins og fram hefur komið í fréttum urðu miklar tafir á stærstu flugvöllum Evrópu, s.s. í Lundúnum, Frankfurt og París og á síðust tveimur vikum hefur um 8 þúsund flugum verið aflýst.

Hér á Íslandi getur einnig snjóað mikið en það heyrir til undantekninga að Keflavíkurflugvelli sé lokað. Í þeim tilfellum sem það gerist er það iðulega vegna mikilla vinda, sem að vísu hafa engin áhrif á flugtak og lendingu, heldur gera það að verkum að ekki er hægt að keyra vélar upp að landgangi og tengja hann við.

Í Rússlandi snjóar enn meira og í áhugaverðu myndbandi á vef BBC fer fréttaritari BBC í Rússlandi, Oleg Boldyrev, yfir það hvernig farið er að því að halda Domodedevo flugvellinum í Moskvu opnum allan ársins hring.

Sjá myndbandið á vef BBC.