Hámarksniðurfærsla lána á hvert heimili verður fjórar milljónir. Þetta kemur fram í tillögum sérfræðingahóps sem fjallaði um niðurfærslur á lánum heimilanna. Forsætisráðuneytið sendi tillögur út núna klukkan fjögur en tillögurnar eru einnig kynntar í Hörpu. Verðtryggð húsnæðislán verða færð niður um fjárhæð sem samsvarar verðbótum umfram 4,8% sem féllu til á tímabilinu desember 2007 til ágúst 2010. Þetta samsvarar um 13% leiðréttingu á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar.

Tillögurnar eru tvíþættar. Annars vegar er um að ræða lækkun höfuðstóls verðtryggðra húsn æðislána og hins vegar skattaívilnun vegna séreignarlífeyrissparnaðar sem fellur til eftir að aðgerðin er komin til framkvæmda. Unnt verður að ráðstafa séreignarlífeyrissparnaði til lækkunar höfuðstóls og býðst sú leið öllum þeim sem skulda húsnæðislán óháð lánsformi. Aðgerðirnar eru eftirfarandi:

Um 90% heimila sem rétt eiga til leiðréttingar verða ekki fyrir skerðingu vegna hámarksins, þ.e. lán sem stóðu í allt að 30 m.kr. í lok árs 2010. Til frádráttar koma fyrri úrræði til lækkunar höfuðstóls sem lántakandi hefur notið. Þau lán sem skapa rétt til leiðréttingar eru verðtryggð húsnæðislán vegna kaupa á fasteign til eigin nota. Leiðrétting er að frumkvæði lántaka og þarf að sækja um hana hjá lánveitanda sem er með h úsnæðislán á fremsta veðrétti á umsóknardegi. Lagt er til að sá lánveitandi verði umsjónaraðili leiðréttingar og annist framkvæmd hennar í samræmi við þá aðferðafræði sem lýst er í skýrslu sérfræðingahóps um höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána.

Skattleysi  séreignarlífeyrissparnaðar
Þau heimili sem skulda húsnæðislán geta nýtt greiðslur sem ella rynnu inn í séreignarsjóði til þess að greiða inn á húsnæðislán sín. Ríkissjóður gefur eftir tekjuskatt af allt að 4% iðgjaldi launþega og allt að 2% mótframlagi vinnuveitenda í séreignarlífeyrissparnað gegn því að þeim fjármunum sé varið til inngreiðslna á h öfuðstól húsnæðislána. Skattleysi takmarkast við 500 þúsund kr. á ári. Úrræðið gildir í þrjú ár. Aðgerðin takmarkast við þá sem skulduðu húsnæðislán fyrir 1. desember 2013. Sá hópur sem hefur þegar fengið niðurfellingar skulda getur nýtt sér skattleysi séreignarlífeyrissparnaðar og þannig gagnast aðgerðin sem flestum.

Umfang aðgerðarinnar
Heildarumfang aðgerðarinnar er metið á um 150 ma.kr. sem dreifist yfir fjögurra ára tímabil. Þar af er umfang leiðréttingar verðtryggðra húsnæðislána um 80 ma.kr. og höfuðstólslækkun með nýtingu séreignarlífeyrissparnaðar um 70 ma.kr. Þess ber a ð geta að þetta mat er háð nokkurri óvissu. Aðgerðin krefst þess að ríkissjóður hafi milligöngu um fjármögnun og framkvæmd hennar. Ekki er þörf á stofnun leiðréttingarsjóðs þar sem aðgerðin verður að fullu fjármögnuð. Gert er ráð fyrir því að hrein áhrif á ríkissjóð verði óveruleg fyrir hvert ár á tímabilinu 2014-2017.

Efnahagsleg áhrif
Aðgerðirnar aflétta efnahagslegri óvissu er varða skuldamál heimilanna. Skuldir heimilanna eru nú 108% af vergri landsframleiðslu, sem er hátt hlutfall í alþjóðlegum samanburði. Samhliða lækkun skulda mun aðgerðin auka ráðstöfunartekjur heimila og hvetja til sparnaðar með skattleysi  séreignarlífeyrissparnaðar. Þá myndast aukinn hvati til fjárfestingar þegar heimilin öðlast styrk á ný og hafa meira svigrúm til fjárfestinga.

Helstu niðurstöður í greiningu sem ráðgjafafyrirtækið Analytica ehf. vann fyrir hópinn eru þær a ð miðað við gefnar forsendur þá eru þau þjóðhagslegu áhrif þeirra aðgerða sem sérfræðingahópurinn leggur til tiltölulega mild, þótt talsverðra örvandi áhrifa geti gætt á fjárfestingu í íbúðarhúsnæði. Sjá má áhrif aðgerðanna á einstaka efnahagsstærðir miðað við fráviksspá Analytica við þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá nóvember 2013.

Tímarammi aðgerðarinnar
Gera má ráð fyrir því að verði tillagan samþykkt, sem og nauðsynlegar lagabreytingar, verði að öllu forfallalausu hægt að framkvæma niðurfærslur um mitt ár 2014. Nokkurn undirb úningstíma þarf til að endurreikna lán. Aðgerðir sem varða skattleysi séreignarlífeyrissparnaðar sem miða að því að lækka höfuðstól húsnæðislána g ætu hafist um svipað leyti.