*

laugardagur, 8. ágúst 2020
Innlent 30. nóvember 2017 09:33

Svona skiptast ráðherrastólarnir

Sjálfstæðisflokkurinn fær fimm ráðuneyti, Vinstri græn þrjú og Framsókn þrjú en óvíst er um forseta þingsins.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Ný ríkisstjórn muni formlega taka við klukkan þrjú í dag þegar hún hittist á ríkisráðsfundi á Bessastöðum. Þá munu formenn flokkanna þriggja hittast nú um 10 til þess að undirrita stjórnarsáttmálann. 

Ekki er búið að tilkynna um hver verði forseti Alþingis né úr hvaða flokki hann mun koma en Viðskiptablaðið fjallaði um það í gær að staða Steingríms ylti á þingstyrk VG. Hins vegar er búið að tilkynna um hvaða ráðuneyti koma í hlut hvers flokks en það er eftirfarandi:

 • Forsætisráðuneyti: Vinstri græn
 • Fjármálaráðuneyti: Sjálfstæðisflokkurinn
 • Utanríkisráðuneytið: Sjálfstæðisflokkurinn
 • Dómsmálaráðuneyti: Sjálfstæðisflokkurinn
 • Menntamálaráðuneyti: Framsóknarflokkurinn
 • Heilbrigðisráðuneyti: Vinstri græn
 • Velferðarráðuneytið: Framsóknarflokkurinn
 • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti: Framsóknarflokkurinn
 • Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti: Sjálfstæðisflokkurinn
 • Iðnaðar-, nýsköpunar- og ferðamálaráðuneyti: Sjálfstæðisflokkurinn
 • Umhverfisráðuneyti: Vinstri græn