Alþjóðaorkumálastofnunin (IEA) segir í nýrri skýslu sem birtist í gær að framboð á olíu og gasi á næstu árum muni dragast saman, sem geti haft neikvæðar afleiðingar fyrir frekari vöxt í alþjóðahagkerfinu. Samkvæmt skýrslu IEA mun framboð á olíu og gasi verða minna en stofnunin hafði áður gert ráð fyrir. Þrátt fyrir að IEA spái ekki fyrir um þróun olíverðs þá gefa niðurstöður skýrslunnar til kynna að það séu litlar líkur á því að verðið muni lækka á næstu árum.

Talið er að eftirspurn eftir olíu muni aukast um 1,9 milljónir tunna á dag, eða 2,2% á ári að meðaltali, og ná 95,8 milljónum tunna á dag árið 2012, samanborið við 86,13 milljónir tunna á dag um þessar mundir. Þær forsendur sem liggja að baki spánni eru að hagvöxtur á heimsvísu verði að meðaltali 4,5% á ári á næstu fimm árum.