Bankaráð Swedbank hefur ákveðið að segja upp bankastjóra bankans, Michael Wolf. Birgitte Bonnesen hefur tekið við starfinu tímabundið þar til varanlegur bankastjóri verður ráðinn. Þetta kemur fram á tilkynningu á vef bankans.

Wolf hefur verið bankastjóri Swedbank í sjö ár en bankaráðið taldi kominn tíma á nýja stjórnanda. Gerður hefur verið starfslokasamningur við Wolf. Árslaun hans voru 13 milljónir sænskra króna og mun hann fá 75% af þeirri upphæð í 12 mánuði auk annarra greiðslna.

Hlutabréf í Swedbank lækkuðu um 3% við opnun markaða í dag. Samkvæmt viðmælendum í frétt Bloomberg þá var Wolf vel metinn og brotthvarf hans eru slæmar fréttir fyrir Swedbank.