Sænska fjármálafyrirtækið Swedish Export Credit (SEK) hefur verðlagt skuldabréf í íslenskum krónum, samvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Útgáfan nemur þremur milljörðum króna og nálgast heildarskuldabréfaútgáfa erlendra aðila í íslenskum krónum nú 80 milljarða.

Sérfræðingar segja að stýrivaxtahækkun Seðlabankans, sem tilkynnt var í síðustu viku, hafi ýtt undir frekari skuldabréfaútgáfa erlendra aðila. Bankinn hækkaði vextina um 75 punkta í 10,25%.

SEK er með lánshæfismatið Aa1 hjá Moody's Investors Service. Bréfin greiðast 2006. Breski bankinn HSBC leiðir útboðið.