Eitt af helstu verkefnum Swift í dag fyrir utan daglegan rekstur er þróun kerfa vegna aðgerða gegn fjármálaglæpum. En ein afleiðing fjármálakrísunnar var að bæði lög og reglur voru hert og eftirlit með starfsemi fjármálastofnanna var aukið.

Í kjölfar fjármálakrísunnar sem skall á árið 2008 hafa lög og reglur um heim allan verið hert. Auk þess er aukin krafa gerð á bankana að framfylgja öllum reglum til hins ítrasta. Fyrir um þremur árum komu stærstu meðlimir Swift saman til að leggja línurnar fyrir starfsemi fyrirtækisins á næstu misserum. Þar voru rædd helstu vandamál sem bankarnir stóðu frammi fyrir og þar kom í ljós að hertar reglur og aðgerðir í garð fjármálastofnana voru að valda bönkunum hvað mestum ama. Bæði var mikill kostnaður í innleiðingu á nýjum reglugerðum og vandi í kringum það hvernig átti að framfylgja þeim auk áhættu um að fara ekki rétt að málunum. Swift leit svo á að þetta var ekki eitthvað sem bankarnir gætu keppt á, það er að segja að þetta var ekki tækifæri til að gera betur en samkeppnisaðilar þar sem það myndi ekki á neinn hátt veita þeim aukið samkeppnisforskot. Því var ákveðið að reyna að finna leið sem var bæði stöðluð og miðlæg fyrir alla bankana.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .