Swyx, markaðsleiðandi framleiðandi á IP símkerfalausnum, hlaut á dögunum „Good Value“ viðurkenningu fagtímaritsins What To Buy For Business fyrir árið 2009.

Swyx lausninni var lýst sem „sveigjanlegt kerfi fullt af möguleikum“.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Svar tækni, umboðsaðila Swyx á Íslandi en þar kemur fram að á Íslandi í dag nota um 160 íslensk fyrirtæki Swyx daglega.

Svar tækni er sem fyrr segir umboðsaðili Swyx á Íslandi en Rúnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri félagsins, segir í tilkynningunni viðurkenninguna enn frekari staðfestingu á því að Swyx sé leiðandi í framþróun símkerfa.

„Swyx hefur verið vel tekið af íslenskum fyrirtækjum sem náð hafa mikilli hagræðingu og sparnaði út úr notkun IP lausnarinnar,“ segir í tilkynningunni.