Hæstiréttur sýknaði í dag fyrrverandi forstjóra og stjórnarmenn SPRON af ákæru um umboðssvik. Meintu svikin fólu í sér veitingu tveggja milljarða króna láns sem Exista fékk skömmu fyrir hrun.

Sérstakur saksóknari rannsakaði málið og ákærði Guðmund Örn Hauksson, forstjóra SPRON og fjóra þáverandi stjórnarmenn. Umræddir stjórnarmenn voru þeir Ari Bergmann Einarsson, Jóhann Ásgeir Baldurs, Margrét Guðmundsdóttir og Rannveig Rist.

Allir stjórnarmennirnir og forstjórinn voru sýknaðir bæði í Héraðsdómi og Hæstarétti. Samkvæmt ákærunni voru aðilarnir sagðir hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt sparisjóðnum í hættu með því að fara út fyrir heimildir.