Hæstiréttur hefur sýknað tvo einstaklinga sem ákærðir voru fyrir að hafa misnotað aðgang sinn að gjaldeyrisviðskiptakerfi í netbanka Glitnis banka hf., með því að hafa nýtt sér með kerfisbundnum og sviksamlegum hætti villu í kerfinu, sem leitt hafði til þess að kaup- og sölugengi hafði víxlast. Annar einstaklingurinn hafði með þessum hætti hagnast um tæplega 2,5 milljónir króna en hinn um rúmlega 3 milljónir króna.

Áður höfðu þeir verið dæmdir í 2 og 3 mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi Norðurlands. Í báðum dómum Hæstaréttar segir að ákærðu hafi fengið tilboð Glitnis banka hf. um tiltekið verð á gjaldeyri, sem þeir samþykktu. Með því hafi þeir ekki misnotað sér einhliða aðgang sinn að netbankanum og verður háttsemi þeirra því ekki heimfærð undir 249. grein hegningarlaga. Ákærðu voru því sýknaðir af þeim sakargiftum, en ekki var ákært fyrir brot gegn 248. grein laganna, þ.e. fyrir fjársvik. Kom því ekki til álita að dæma fyrir fjársvik.

Dóma Hæstaréttar má nálgast hér og hér .