*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Innlent 1. apríl 2019 10:16

Sýknuð af kröfum Símans

Í morgun voru Sýn, Nova og Sendafélagið sýknuð af öllum kröfum Símans í tveimur dómsmálum.

Ritstjórn
Stefán Sigurðsson er forstjóri Sýnar, en hann mun láta af störfum í byrjun sumars.
Haraldur Guðjónsson

Með dómi Héraðsdóms sem kveðinn var upp nú í morgun voru Sýn, Nova og Sendafélagið sýknuð af öllum kröfum Símans í tveimur dómsmálum. Mun rekstur Sendafélagsins því halda áfram með óbreyttu sniði. Sýn greinir frá þessu í fréttatilkynningu. 

„Síminn hf. stefndi Samkeppniseftirlitinu, Sýn hf., Nova ehf. og Sendafélaginu og krafðist ógildingar á úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 7/2015 ásamt því sem Síminn stefndi Póst- og fjarskiptastofnun, Sýn hf. og Nova ehf. og krafðist ógildingar á ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar nr. 14/2014. Jafnframt átti Sendafélagið ehf. aðild að málunum. Með þessum stjórnvaldsákvörðunum heimiluðu Póst- og fjarskiptastofnun og Samkeppniseftirlitið Sýn hf. og Nova ehf. að samnýta tíðniheimildar félaganna í sérstöku rekstrarfélagi. Hefur sá samrekstur farið fram á vegum Sendafélagsins ehf,“ segir jafnframt í tilkynningunni. 

„Niðurstaða héraðsdóms er ánægjuleg staðfesting á því að Vodafone og Nova geti nýtt eiginleika farsímastaðlanna til þess að geta fjárfest með snjöllum hætti í innviðum og gerir Vodafone kleift að bjóða viðskiptavinum sínum framúrskarandi farnetsþjónustu," er haft eftir Kjartani Briem, framkvæmdastjóri tækni og innviða hjá Sýn hf. sem á og rekur Vodafone, í tilkynningunni. 

Stikkorð: Síminn Vodafone Nova dómsmál Sýn Sendastöðin
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is